við erum sameiningarafl fyrir uppbyggingu íslenskra innviða

Með því að sameina færustu aðilana á hverju sviði og nýta samlegðaráhrif, sköpum við réttu skilyrðin fyrir framþróun og örugga uppbyggingu innviða landsins.

Þessu náum við fram með þvi að skapa trausta undirstöðu og jarðveg þar sem fyrirtæki geta vaxið og skarað fram úr í þjónustu sinni við innviðaframkvæmdir – allt frá efnisvinnslu til gatnagerðar.

við Byggjum á því besta

Grafa og Grjót, Steingarður, Austurverk og Undirstaða starfa í dag undir merkjum INVIT með tæplega 100 starfsmenn.
Félagið ræður yfir einum nútímalegasta flota vinnuvéla sem fyrirfinnst á Íslandi en hann samanstendur af fleiri en 100 tækjum og vörubifreiðum af öllum stærðum og gerðum. Sameinuð geta okkar gerir okkur kleift að bjóða upp á breitt þjónustuframboð á öllum stigum virðiskeðjunnar í okkar fagi.

Menning sem drifin er áfram af sameiginlegum gildum er það sem sameinar okkur og metnaður til að búa íslenska innviði undir framtíðina á hagkvæman og skilvirkan hátt.

Grafa og Grjót

Grafa og Grjót er sérhæft í uppbyggingu innviða. Við höfum réttu tækin og þekkinguna til að klára verkefnin hratt og örugglega.

Steingarður

Steingarður er sérhæft í jarðvinnu og hefur verið leiðandi í lagningu ljósleiðara á landinu auk þjónustu við heimlagnir á höfuðborgarsvæðinu.

Austurverk

Austurverk býr yfir mikilli reynslu af allri jarðvinnu. Félagið kappkostar við að veita faglega og skjóta þjónustu hvort sem verkin eru stór eða smá. Austurverk er staðsett á Egilsstöðum og þjónustar allt Austurland.

Undirstaða

Undirstaða var stofnað af INVIT árið 2023. Fyrirtækið sér um alla efnisvinnslu fyrir samstæðuna og hefur það markmið að hámarka endurvinnslu og endurnýtingu jarðefna.

Saga okkar og styrkleikar

2002

GRAFA OG GRJÓT
STOFNAÐ

2006

STEINGARÐUR
STOFNAÐ

Félög INVIT byggja á meira en 20 ára reynslu af innviðaframkvæmdum. Allt frá stofnun hefur Grafa og Grjót vaxið hratt og orðið leiðandi í uppbyggingu innviða á höfuðborgarsvæðinu. Með tilkomu Steingarðs mun INVIT geta boðið lausnir fyrir ýmsa þætti innviðaframkvæmda.

Við erum rétt að byrja og hyggjum á frekari stækkun á næstunni.

2021

INVIT
STOFNAÐ

2021

GRAFA OG GRJÓT
VERÐUR HLUTI AF INVIT

2022

STEINGARÐUR
VERÐUR HLUTI AF INVIT

2023

Undirstaða
stofnuð af INVIT

2023

Grafa og Grjót kaupir Snók verktaka

2023

Austurverk verður hluti af INVIT

Our team

Our leadership is here to nourish our domestic know-how, push the boundaries for sustainable construction, and secure investors broad investment opportunities into our infrastructure. We lead by building a gathering force for our Icelandic infrastructure.

Við þjónustum innviðaframkvæmdir

INVIT starfar á þremur af meginsviðum innviðaframkvæmda: jarðvegsvinnu, efnisvinnslu og flutnings auk gatnagerðar. Þetta víðtæka þjónustuframboð gerir okkur kleift að takast á við þau krefjandi verkefni sem felast í uppbyggingu íslenskra innviða og búa þá undir framtíðina.